Þurrkun á harðfiski með hjá Munters þurrkbúnaðar
Kælitækni hefur í samvinnu við Munters og R.F. þróað aðferð til að nota þurrkarana til þurrkunar á harðfiski með góðum árangri. Nú þegar hafa verið sett upp tvö slík kerfi hjá Fisksöluskrifstofunni í Hafnarfirði (Gullfiski). Seinna kerfið er sett upp í 40 feta einangraðan hágám sem hefur verið breytt til þessara nota. Eins og í eldra kerfinu er notast við Munters loftþurrkara auk kælibúnaðar til að tryggja hámarks gæði við þurrkunina en þurrkferlið er allt tölvustýrt og útbúið skjámyndakerfi í PC vél. Auk Kælitækni komu ýmsir verktakar að verkinu en meginhönnun og sala kerfisins var í höndum Kælitækni.
Hér að neðan er teikning sem sýnir kerfið í hjá Gullfiski.
Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Kælitækni.