Loftþurrkarar
Munters loftþurrkararnir eru sænskir, byggja á ísogstækni (deccicant rotor) og eru fyrstu sinnar tegundar í heiminum.
Nokkur ár eru síðan Kælitækni tók við dreifingu og sölu á þurrkurum frá Munters. Framan af voru þurrkararnir lítið þekktir og nánast einungis notaðir til að þurrka upp vatn eftir vatnstjón eða halda köldum geymslum þurrum. Notkunarsvið þeirra er hinsvegar afar víðtækt og má í raun nota þá til þess að þurrka loft við nær hvaða aðstæður sem er.
Munters nýtist til að þurrka við margar aðstæður s.s.
Þurrkun bifreiða sem lent hafa í vatnstjóni
Þurrkun geymsla
Þurrkun gripahúsa
Þurrkun kæli og frystigeymsla
Þurrkun húsnæða
Þurrkun húsnæða eftir flóð
Munters
Þurrkkerfin eru í flestum tilvikum sniðin að þörfum hvers og eins og því ekki um eiginlega staðalframleiðslu að ræða. Taka þarf tillit til þátta eins og lofthraða, loftraka, lofthita og tíma, en þessar breytur eru settar upp þannig að notandinn getur sett upp sitt eigið ferli og prófað sig áfram þar til hámarks gæðum er náð miðað við það hráefni sem notað er hverju sinni. Kerfið er oft sett upp með iðntölvu svo notandi geti geymt hina ýmsu þurrkferla og keyrt upp aftur fyrir passandi vöru.
Hér má sjá fyrir og eftir myndir með notkun Munters loftþurrkunarbúnaðs.
Nánari upplýingar veita söluráðgjafar okkar.