Loftkæling og Varmadælur
Kælitækni hefur um árabil selt loftkælikerfi og varmadælur frá Midea einum stærsta framleiðenda heims. Einnig flytur Kælitækni inn sérstaka tölvukælingaskápa frá Airdale og sértæk vatnskæld kerfi frá Parkair.
Sérfræðingar Kælitækni veita ráðgjöf vegna loftkælingar fyrir skrifstofur, verslanir, tækja- og tölvurými eða önnur rými þar sem þörf er á loftkælingu sem og varmadælur hvort sem er í sumarbústaði eða önnur rými. Í boði eru bæði loft- eða vatnskældar lausnir, allt eftir aðstæðum hverju sinni.