North Star 
Fyrirtækið er það stærsta í heimi í framleiðslu ísvéla. Fyrirtækið er bandarískt og með höfuðstöðvar í Seattle. Fyrirtækið hefur mikla og langa reynslu af ísvélaframleiðslu. Kælitækni hefur um árabil átt mikið og gott samband við North Star og hafa fyrirtækin einnig átt gott samstarf í þróun og hönnun lausna sem mörg fyrirtæki í sjávarútvegi njóta.
Skelísvélar eru aðalframleiðsla North Star og eru vélarnar framleiddar í stærðum á bilinu 3 - 50 tonn á sólarhring. Þær eru fáanlegar hvort heldur fyrir freon eða ammóníak, fyrir dælukerfi eða með fallkút.
Krapaísvélar eru einnig framleiddar hjá North Star en það eru í raun og veru breyttar skelísvélar. Þær breytingar hafa verið þróaðar að miklu leyti hér á Íslandi með fulltingi Kælitækni, fyrst um borð í Faxa RE (afköst 360 tonn af 25% krapa) og síðar í fjölmörg önnur fiskiskip.
Framleiðslugeta krapavélanna er á bilinu 4,5 til 37 tonn á sólarhring af hreinum ís eða 18 til 148 tonn á sólarhring af 25% krapa.
Ísverksmiðjur eru framleiddar af North Star. Verksmiðjurnar eru gjarnan afgreiddar með sjálfvirku rökukerfi og/eða ísblásarakerfi allt eftir óskum kaupandans.
North Star
Bæklingur um North Star krapaísvélar
Finsam AS
Fyrirtækið er rótgróið norskt fyrirtæki sem hefur mikla og langa reynslu í ísvélaframleiðslu. Kælitækni hefur um árabil átt mikið og gott samband við þessa norsku frændur okkar. Fyrirtækin hafa einnig átt gott samstarf í þróun og hönnun lausna sem mörg fyrirtæki í sjávarútvegi njóta.
Plötuísvélar eru ein þekktasta framleiðsla Finsam en fyrirtækið framleiðir einnig krapaísvélar betur þekktar undir heitinu Flow-Ice vélar. Flow-Ice vélarnar eru vel þekktar hér á landi en fyrsta vélin var sett um borð í Arnar HU. Sú vél var reyndar Inham vél en sömu strokkarnir (Integral) eru notaðir í Finsam vélarnar og frá Inham.
Finsam hefur m.a. þróað aðferð við að blanda saman ferskvatnsís, sem mulinn er með ískvörn, vatni og saltpækli og búið þannig til krapa með lágu saltinnihaldi allt eftir óskum hvers notanda. Krapanum er hægt að dæla algerlega sjálfvirkt þangað sem hans er þörf og einnig að stilla þykkt krapans. Þessi lausn Finsam AS á kælingu þar sem hennar er þörf, hentar flestum þeim sem þurfa að nota ís til kælingar og fá þ.a.l. hraðari og betri kælingu. Kerfi þessi geta verið gríðarlega afkastamikil með afköst sem skipta tugum
tonna á klukkustund. Ofangreind kerfi þykja henta vel í landvinnslu s.s. fiskvinnslur og fiskeldi en stjórnbúnaður
fylgir gjarnan kerfunum þar sem hægt er að velja saltstyrk og krapaþykkt á tölvuskjá.
Hægt er að velja um margar stærðir af krapakerfum, allt eftir óskum hvers kaupanda.