Viftustýringar fyrir minni einfasa viftur
Höfum á lager einfasa viftustýringar sem eru einfaldar í notkun og ódýrar.
Stýringin skrúfast einfaldlega á ¼? flare nippil, t.d. á heitgasrörinu, vinnusvið frá 9,2 ? 21,2 Bar og einfalt að stilla óskgildið með sexkanti sem fylgir og er fyrir allt að 4,0 A mótora. Raftenging er einnig einföld, DIN tenginippill á stýringunni sem tengist í seríu við fasa að viftunni. 1,5 m snúra fylgir með þannig að gjarnan má tengja beint í tengibox á kondensviftunni. Engin auka þrýstinemi, engin flókin stýring í töflu, engin auka víring í töflu. Einfaldara getur það varla verið.
Bitzer notar þetta sem standard á loftkældum samstæðum þar sem óskað er eftir viftustýringu.
Vörunúmer: 0715480 og 804640,
Nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum kælibúnaðar