VDH Þrýstimælar
VDH er Hollenskt fyrirtæki sem hefur framleitt mæla fyrir ýmsan vélbúnað allt frá stofnun
fyrirtækisins eða í 25 ár.
Mælar þessir eru margir hverjir notaðir í kæli- og hitastýringa bransanum. Kælitækni hefur nú á lager mæla frá VDH fyrir ?Freon?- og Amoníakkerfi. Mælar þessir hafa reynst mjög vel.
Freon- og ammoníakmælarnir eru að ytra byrði úr ryðfríu stáli og eru fylltir með glycerine. Innviðir og tengirær freon mælanna eru úr koparblöndu (brass) en ammóníakmælarnir eru úr ryðfríu stáli.
Hér að neðan getur á að líta tvo af þeim mælum sem Kælitækni er með á lager.
Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Kælitækni
VDH
Hér að neðan gefur á að líta hluta af þeim mælum sem í boði er hjá Kælitækni
A376 Þrýstimælir
fyrir ammóníakerfi
A376 er hannaður til að mæla m.a. þrýstimun á ammóníakdælukerfum. Ytri skífan gefur til kynna sogþrýsting ammóníakdælunnar og innri skífan sýnir raunverulegan dæluþrýsting, þ.e. mismunaþrýsting. Mælirinn er úr ryðfríu stáli og er fylltur með glycerine sem tryggir langa og áreiðanlega endingu. Þéttingin á milli glersins og húsins er úr sérstöku gúmmíi sem tryggir að ekki leki.
Öryggisventill er á toppi mælisins. Allir hlutar mælisins að innan eru einnig úr ryðfríu stáli.
Mælirinn er til í stærðinni 65 og 100 mm og hefur vinnusviðið ?1/+12Bar og mismunaþrýstingssvið 0/+6Bar.
Stærri gerðin er lagervara hjá Kælitækni og með 6 mm skerkón (Ermeto nippli)
Staðlaðir einfaldir 100mm ammóníakmælar fyrir lágþrýsting (-1/12Bar) og háþrýsting
(-1/30Bar) eru einnig lagervara.
Aðrar tengingar og þrýstisvið fáanlegt eftir sérpöntun.
R75 Þrýstimælir
fyrir Freonkerfi
R75 er hannaður til að mæla þrýsting í freonkerfum eða öðrum kerfum sem tæra ekki kopar og koparblöndur.
Mælirinn er að ytra byrði úr ryðfríu stáli og fylltur með glycerine sem tryggir langa og áreiðanlega endingu. Þéttingin á milli glersins og húsins er úr sérstöku gúmíi sem tryggir að ekki leki.
Tengiróin er fest sérstaklega við mælin sem gerir það að verkum að tengiskrúfur eru ónauðsynlegar. Þetta gefur auka lekavörn gegn titringi.
Öryggisventill er á toppi mælisins
Allir innviðir mælisins úr bronzi eru sérstaklega varðir með teygjanlegri hulsu.
Mælirinn er til í nokkrum stærðum, 63mm, 80mm og 100mm og eru 63 og 100mm mælarnir lagervara hjá Kælitækni bæði sem lágþrýstimælar (-1/12Bar) og háþrýstimælar (-1/30Bar).
Mælarnir hafa hitaskala fyrir R22, R134a og R404a.
Standard tenging er ¼? flare. Aðar tengingar eftir sérpöntun.
Auk ofangreinds er lagervara mismunaþrýstimælar fyrir R22 dælukerfi og mismunaþrýstimælar með tveimur vísum fyrir olíusíur o.fl.
Hafðu samband við söluráðgjafa okkar og fáðu upplýsingar um alla aðra mæla sem í boði eru.