Sérverslun kæliverktakans
Vöruúrval Kælitækni hefur aukist jafnt og þétt síðustu misseri og má segja að Kælitækni sé sérverslun Kæliverktakans.
Hér til hliðar eru ýmsar vörur og íhlutir fyrir Kæliverktakann. Verið er að vinna við að setja inn upplýsingar um vöruframboð og er listi þessi alls ekki tæmandi.
Opnunartími í sumar er frá 8 - 17
Nýjungar á lager undanfarna mánuði má nefna:
Sérverkfæri fyrir fagmanninn
Nýverið tók Kælitækni inn á lager sérverkfæri fyrir kæliverktaka og aðra sem þjónusta kælitæki. Má þar nefna: mælabretti, lekaleitartæki, rörskera, röraþenjara, lofttæmidælur ofl. Það hefur verið mál manna að samkeppni hafi vantað í þessa vöruflokka og vonar Kælitækni að verðin og gæðin komi ekki til með að valda vonbrigðum.
Koparrör og fittings
Koparrör fyrir kælikerfi eru nú til afgreiðslu af lager Kælitækni í öllum stærðum þ.e. í tommum og mm og allt upp í 54mm. Einnig eru kopar fittings væntanleg í hús innan skamms.
Cosval öryggislokar
Einnig eru til afgreiðslu hinir vel þekktu Cosval öryggislokar í stærðum ¼?, 3/8? og ½? ásamt ½? skiptiloka , enda á mjög hagstæðu verði. Einnig er fáanlegur brass skrúffittings frá Cosval.
Tecumseh kælivélar
Nú í desember tekur Kælitækni inn á lager allokaðar (hermetískar) Tecumseh kælivélar frá 1/10 hp til 3Hp.
Rivacold kælivélar
Einnig hafa verið til á lager um tíma vatnskæld kerfi með lokuðum vélum. Hefur þessum vélum verið vel tekið af kæliverktökum sem telja að töluverður vinnusparnaður hljótist af því að nota slíkar vélar.