Nergeco hraðopnandi hurðir
Nergeco er franskt fyrirtæki sem hefur verið leiðandi í þróun og hönnun á hraðopnandi hurðum.
Úrval hurðanna er mikið og fyrir mismundandi og fjölbreyttar þarfir. Eftirfarandi hurðategundir eru í boði:
FRIGO - Einangraðar hurðir fyrir kæli og frystirými.
ISOTREKKING - Útihurðir fyrir sjálfsagreyðslu.
PUISSANCE ENDURO - Stórar útihurðir sem þola mikið veðurálag sem og högg.
TREKKING ENDURO - Útihurð sem þolir mjög mikið veðurálag sem og högg.
FORUM ENDURO - Innihurð sem þolir sérstaklega mikið álag.
TREKKING STAR - Útihurð fyrir sjálfsafgreiðslu.
FORUM STAR - Innihurð fyrir sjálfsafgreiðslu.
FORUM LAB - Hurðir fyrir rannsóknarstofur og annarsstaðar þar sem mikils hreinlætis er krafist.
FORUM AGRO - Hurðir fyrir matvælaiðnað.
FORUM PROFESSION - Ódýrari útfærsla af innihurðum.
NERGECO ISOPONT ENDURO - Mjög stórar útihurðir með sérstökum
Nánar um Nergeco hurðirnar
Stinnar láréttar pípur sem pressa hliðar hurðanna í leiðara á báðum hliðum. Þetta hefur í för með sér að hurðinar verða loftþéttar báðum megin, mótstaða og þrýstingur dreifist. Með slíkri lausn er engin þörf fyrir þungt botnstykki og hurðin verður allgerlega örugg fyrir fótgangandi.
Sveigjanleikin í láréttu pípunum og hurðarefninu gera það að verkum að hurðin þolir vel þrýsting og högg.
Seglið í hurðunum er úr PVC húðuðu polyester og með 2 lögum af úreþankvoðu einangrun sem gerir það að verkum að hurðinar einangra mjög vel.
Botn hurðarinnar er hannaður þannig að hann leggst mjög þétt við gólfið þegar hún er lokuð og tryggir þannig fullkomna lokun.
Ramminn hurðanna er gerður úr U-laga yfirstykki, opið snýr niður, einning eru svo tvær U-laga hliðarstoðir.
Hurðirnar eru vafnar utan um kefli sem er innan í rammanum. Þegar hurðirnar eru niðri helst hún innan í U-laga hliðarstoðunum sem mynda stýringu fyrir hurðirnara.
Þegar hurðirnar eru settar upp á sléttu gólfi má festa rammann í næstum hvaða vegg sem sem er með vinklum eða á annan hátt sem hentar.
Yfirstykkið er yfir opinu svo hæðin nýtist að fullu til umferðar.
Þunnu hliðarstoðirnar tryggja hámarksbreidd dyranna.
Mótorinn er settur til hliðar við hurðirnar þeim meginn sem betur hentar eða framan við rammann.
Stöðluð hönnun hurðaranna gerir mögulegt að setja göngudyr til hliðar við mótordrifnu hurðirnar
Framleitt samkvæmt ISO 9001 með CE merkingu.
Gert er ráð fyrir fjölmörgum möguleikum til að opna hurðina t.d. með handstýringu, þráðlausri fjarstýringu, radar eða segulrofa.
Opnunartími er stillanlegur og tromlan er búin sérstökum stöðvunarbúnaði.
Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Kælitækni. Sendu inn fyrirspurn eða renndu við hjá okkur, það er alltaf heitt á könnunni.