Hraðkælar og frystar
Góð kæling og frysting skiptir höfðuðmáli í líftíma og gæðum hráefnis og matvæla. Skiptir þá engu hvort um er að ræða fyrirtæki í sjávarútvegi, hráefnisframleiðendur, verslanir, stóreldhús eða veitingastaði.
Með því að hraðkæla eða hraðfrysta matvæli næst fram aukið geymsluþol og gæði vörunnar helst betur. Hraðfrysting eða -kæling felst í því að matvælin eru gegnfryst eða kæld eins hratt og auðið er miðað við eiginleika þeirra.
Kælitækni hefur að undanförnu verið að kynna hraðkæla og frysta frá Williams og Afinox. Þeir geta tekið við matvöru við allt að 90°C hitastig og snöggkælt eða fryst. Hitastigi hraðfrystra afurða er síðan haldið við -18°C eða lægra eftir að stöðugu hitastigi hefur verið náð. Með þessu móti er hægt að hraðkæla -frysta matvæli nánast um leið og þau koma út úr ofninum. Með því að hraðkæla eða -frysta geta matreiðslumenn einnig eldað rétti nokkru áður en þeirra er neytt og hitað svo upp án þess að gæði hráefnisins hafi rýrnað þar sem geymsluþol matvælanna verður mun meira.
Bæklingur um Williams hraðkæla
Hraðkælarnir eru til í mörgum mismunandi stærðum. Komdu við hjá okkur og fá nánari upplýsingar hjá söluráðgjafa.
Öllum matvælafyrirtækjum og veitingahúsum er skylt að tryggja gæði, öryggi og hollustu afurðanna sem meðhöndlaðar eru. Við erum sífellt í samkeppni og baráttu við örverurnar og grundvallaratriði í meðferð matvæla er að hindra vöxt þeirra með réttri kælingu. Of hæg kæling á hituðum réttum þýðir styttri líftíma og minni gæði.
Taka má sem dæmi að þegar hitastig matvæla fer undir 70°C fara að myndast örverur þ.e. gerlar og bakteríur. Afleiðingarnar eru að matvælin geymast í skemmri tíma og gæðin rýrna. Hraðkælar þeir sem Kælitækni hefur verið að kynna geta tekið við matvöru við allt að 90°C hitastig og snöggkælt eða fryst. Hitastigi hraðfrystra afurða er síðan haldið við -18°C eða lægra eftir að stöðugu hitastigi hefur verið náð þannig að hægt er að hraðkæla -frysta matvæli nánast um leið og þau koma út úr ofninum. Með því að hraðkæla eða -frysta geta matreiðslumenn einnig eldað rétti nokkru áður en þeirra er neytt og hitað svo upp án þess að gæði hráefnisins hafi rýrnað þar sem geymsluþol matvælanna verður mun meira. Hraðkælar ættu að vera til hjá öllum sem eru í matvælaframleiðslu og á öllum veitingastöðum og mötuneytum.