Ráðgjöf með sölu er eitt af aðalsmerkjum Kælitækni.
Undanfari langflestra viðskipta hjá Kælitækni er ferli sem felur í sér ráðgjöf til viðskiptavinarins og samskipti þar sem lögð er áhersla á að greina þörf viðkomandi, gera tillögur að úrbótum, úfæra nánar og skissa upp sem síðan er sent til viðkomandi sem tilboð eða áætlun.
Ráðgjafaþjónusta til verkfræðistofa og annarra hönnuða er vaxandi þáttur hjá Kælitækni. Sífellt fleiri leita eftir sérfræðiþekkingu er varðar tækjabúnað fyrir frystingu og kælingu hverskonar, frysti- og kæligeymslum og tengdum verkefnum.
Starfsmenn Kælitækni er öflugur hópur samhents fólks sem kappkostar að veita sem breiðasta þjónustu. Hjá fyrirtækinu starfa tæknifræðingur, vélfræðingar, vélsmiðir, matreiðlsumaður og konditorí og svo viðskiptamenntað fólk. Víðtæk þekking á hönnun, uppsetningu og rekstri kæli- og frystikerfa eru því innan fyrirtækisins en margir hafa einnig bakgrunn sem þjónustumenn á þeim búnaði og lausnum sem fyrirtækið bíður.Hönnun kæli- og frystikerfa er snar þáttur í starfseminni. Kælitækni býður uppá almenna ráðgjafa og hönnunarþjónustu hvort sem verkefnið tengist búnaði frá fyrirtækinu eða ekki.
Meðal verkefna sem unnið hefur verið að eru nýhönnun og endurbætur á stórum ammóníakfrystikerfum fyrir frystihús og rækjuvinnslur, nýhönnun og endurbætur á frystikerfum um borð í frystiskipum, nýhönnun á frystigeymslum, hönnun á krapa- og ískerfum auk margra smærri verkefna unnin fyrir notendur og verktaka.