Shell velur verslunakæla og pylsuafgreiðslufronta frá Kælitækni
Um er að ræða nýja, glæsilega og mjög rúmgóða Select verslun Skeljungs í Garðabæ með miklu úrvali af smávöru og svo frægasta bensínstöð landsins á Laugavegi 180,
sem gegndi stóru hlutverki í gamanþáttaröðinni Næturvaktinni. Einnig áttu sér stað breytingar á Shell stöðinni í Sandgerði en sú stöð fékk mikla andlitslyftingu
bæði að utan og innan. Kælitækni óskar Skeljungi til hamingju með flottustu þjónustustöðvar landsins þótt víðar væri leitað.