Nettó á Akureyri velur Arneg verslunarkæla frá Kælitækni
Nettó á Glerártorgi á Akureyri fékk mikla andlist liftingu núna í maí. Búðin er orðin virkilega björt og flott. Samkaup/Nettó valdi nýja Arneg verslunarkæla frá Kælitækni. Um eru að ræða djúpfrysta, frystiskápa og kistur, kjötborð og grænmetiskæla. Grænmetiskælarnir eru með sérstökum rakabúnaði sem heldur gæðum grænmetisins sem mestum en það er einmitt eitt af markmiðum forráðamanna Samkaupa að Nettó bjóði upp á gott úrval grænmetis og jafnframt að það sé fyrsta flokks.