Kælimublur og fleira fyrir Ármann Þrótt
Í byrjun árs afgreiddi Kælitækni kælimublur, stálskápa og borð til íþróttafélagana Ármans og Þróttar. Um var að ræða góða sölu í kjölfar útboðs Reykjavíkurborgar á aðföngum fyrir kaffiteríu og aðra aðstöðu í nýju húsnæði félaganna. Vel tókst til og óskar Kælitækni Ármanni Þrótt til hamingju með nýtt húsnæði og kaffiteríu og hvetur um leið alla sem leið eiga um Laugardalinn að kíkja við og fá sér kaffiveitingar.